01.07.2014 21:00

Skorið úr skrúfunni 55 sjómílur út af Snæfellsnesi

Fiskveiðiskip fékk trollið í skrúfuna við makrílveiði 55 sjómílur út frá Snæfellsnesi í gær. Farið var á björgunarskipinu Björg með zodiac bát Lífsbjargar í eftirdragi ásamt tveimur köfurun frá Köfunarþjónustu Sigurðar af stað klukkan 14:30. Komið var að skipinu um klukkan 19:30 og hófst þá vinnan hjá köfurunum að skera úr skrúfunni, sem tókst. Það tók um klukkustund með undirbúningi og svo var haldið heim aftur og komin í höfn á Rifi um kl 1:00 í nótt.

Kom þetta fram á heimasíðu Landsbjargar, en því til viðbótar fékk ég eftirfarandi myndir af síðu Landsbjargar og Facebooksíðum

 





          Kafarar frá Köfunarþjónustu Sigurðar, komnir á zodiac bát Lífsbjargar að 1063. Kópi BA 175. Myndir teknar úr 2542. Björgu


                Kort af MarineTraffic, sem sýnir leiðina sem farin var


                                 Séð inn í brú 2542. Björg




           Zodiac bátur Lífsbjargar, í eftirdragi björgunarskipsins 2542. Björgu, frá Rifi

                   ©  myndir  Landsbjörg, Hafrún Ævarsdóttir o.fl.