25.06.2014 21:20

Sólplast, í dag: Gottieb GK 39 og Bergur Vigfús GK 43, fá far með Gullvagninum

Syrpa sú sem ég birti núna, er í raun framhald af þeirri sem ég birti áðan. Nú komu við sögu tveir bátar og átti annar þeirra að koma í upptökubrautina hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem Gullvagninn tæki við honum, strax á eftir því að Staðavíkin færi frá. Því farið var að fjara út og því mátti ekki tefja lengi við. Þó gerðist ótrúleg uppákoma sem varð til þess að töf varð og því þurfi tvær dráttarvélar á tímabili til að ná Gullvagninum með bátnum upp. Allt tókst það þó og eftir að báturinn var kominn upp tóku þeir há Skipasmíðastöð Njarðvíkur það að sér að hreinsa bátinn að utan og síðan var hann dreginn út í Sólplast í Sandgerði.
Þegar þangað var komið var annar bátur frá sömu útgerð, sem Sólplast var búin að gera það sem gera þurfi, þ.e. setja tískufyrirbrigðið astik, í bátinn og því var  Bergur Vigfús GK 43 nú tekinn í Gullvagninn og komið í sjó í Sandgerðishöfn. Allt um þetta hér á eftir:

                                                         2622. Gottieb GK 39






            2622. Gottieb GK 39, kemur í átt að upptökubrautinni hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun




                     Báturinn kominn á þann stað sem Gullvagninn getur tekið hann


                         Hér er Gullvagninn að hefja ferð sína með bátinn upp, en eins og sést er farið að fjara mikið og því spólaði dráttarvélin í þaranum


              Slippararnir voru fljótir að koma með aðra dráttarvél og þá gekk allt eins og í sögu


                       Hér er Gullvagninn kominn með bátinn upp úr brautinni






             Nú þarf að snúa bátnum og bakka að Bátaskýlinu svo hægt sé að smúla bátinn

   




                 Hér er báturinn þveginn, áður en farið er til Sandgerðis í lögreglufylgd


                 Hér er ekið fyrir neðan Pósthússtrætið og meðfram Keflavíkurhöfn








           Þá er ekið inn á Ægisgötuna, með lögreglu á blikkandi ljósum, á undan sér


                                                      Ekið framhjá Básnum


                                           Komið að Sólplasti í Sandgerði


             Þá er báturinn komin á þann stað sem hann verður næstu daga, meðan sett er m.a. í hann astik


                        Fjórir bátar á útistæðinu, auk báta á biðstæði og inni í húsi, nánar verður fjallað um þá í fyrramálið.


                   Hér standa þeir saman tveir frá Nesfiski, þeir 2746. Bergur Vigfús GK 43 og 2622. Gottieb GK 39 og Gullvagninn enn undir þeim síðarnefnda

                                              2746. Bergur Vigfús GK 43


               Þegar búið var að losa Gottieb úr Gullvagninum, var vagninum bakkað undir Berg Vigfús og hér eru lagt á stað með þann síðarnefnda




             Hér fara þeir út af athafnarsvæði Sólplasts og inn á Strandgötuna í Sandgerði


                                                  Hér er beygt niður að Sandgerðishöfn










                                                   Svo er bara að bakka niður að sjó




                                         Jónas Árnason, skipstjóri á Bergi Vigfús GK




                                                          Báturinn kominn í sjó




                                                 Báturinn flýtur í Sandgerðishöfn


                                                      Bakkað út, eftir hádegi í dag


                                     2746. Bergur Vigfús GK 43, í Sandgerðishöfn, í dag

                                                      © myndir Emil Páll, 25. júní 2014