24.06.2014 09:10
Sæmundur GK, fer í pottinn í Belgíu, hætt við sölu til Hollands
Áhugasamur kaupandi var kominn til að kaupa Sæmund GK 4 og gera út frá Hollandi og var báturinn því tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur til skoðunar. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur kom þá í ljós að hann var orðinn of tærður til að það borgaði sig að gera við hann og hefur bátuirnn því nú verið seldur til niðurrifs í Belgíu.

1264. Sæmundur GK 4, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær. Nú hefur verið ákveðið að báturinn fari í pottinn í Belgíu © mynd Emil Páll, 23. júní 2014

1264. Sæmundur GK 4, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær. Nú hefur verið ákveðið að báturinn fari í pottinn í Belgíu © mynd Emil Páll, 23. júní 2014
Skrifað af Emil Páli
