24.06.2014 09:20
Kristbjörg VE, mun draga Fram ÍS, í pottinn - þangað mun Jón Gunnlaugs ST, fara líka
Í gær sagði ég frá því að Fram ÍS 25 færi nú næstu daga í pottinn og samkvæmt því sem ég hef heyrt mun Kristbjörg VE 71 koma og sækja bátinn og draga með sér til Belgíu. Þangað er Sæmundur GK líka á leið þangað, en hvernær hann veit ég ekki og sama er með Jón Gunnlaugs ST 444, sem seldur hefur verið í pottinn í Belgíu, en hvernær hann fer veit ég ekki og ekki heldur í fylgd hvaða báts hann fer yfir hafið.

84. Kristbjörg VE 71, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, 18. júní 2014

1204. Jón Gunnlaugs ST 444, að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 5. júlí 2013
AF FACEBOOK:
Skrifað af Emil Páli


