24.06.2014 09:20

Kristbjörg VE, mun draga Fram ÍS, í pottinn - þangað mun Jón Gunnlaugs ST, fara líka

Í gær sagði ég frá því að Fram ÍS 25 færi nú næstu daga í pottinn og samkvæmt því sem ég hef heyrt mun Kristbjörg VE 71 koma og sækja bátinn og draga með sér til Belgíu. Þangað er Sæmundur GK líka á leið þangað, en hvernær hann veit ég ekki og sama er með Jón Gunnlaugs ST 444, sem seldur hefur verið í pottinn í Belgíu, en hvernær hann fer veit ég ekki og ekki heldur í fylgd hvaða báts hann fer yfir hafið.


                84. Kristbjörg VE 71, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, 18. júní 2014


            1204. Jón Gunnlaugs ST 444, að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 5. júlí 2013

 

AF FACEBOOK:

 

  • Guðni Ölversson Er J'on Gunnlaugs á leið í pottinn? Hélt að það væri öndvegis bátur í góðu standi.
     
  • Emil Páll Jónsson Hefur verið í bölvuðu reiðileysi undanfarin ár. Kvótalaus og ýmist verið á skötusel, eða lúðuveiðum, auk þess sem gerð var tilraun til veiða á túnfiski, en ekkert hefur gengið og því hefur báturinn gengið kaupum og sölu og verið brotist inn í hann og tækjum stolið
     
  • Emil Páll Jónsson Annars er svo furðulegt að allir þessir bátar sem nú eru á leið í pottinn eru gangfærir.
     
    Guðni Ölversson Já. Þetta er sannarlega furðulegt. Ölver var með Jón Gunnlaugs á lúðulínu fyrir nokkrum árum. Það gekk ágætlega. Hann hefði haldið því áfram ef hann hefði ekki verið með Polaris x Ólaf Tryggvason. á sama tíma. Var með JG í fríinu sínu. Hann hafði áhuga á að kaupa bátinn og fara með hann til Noregs á línuveiðar