24.06.2014 14:30

Eim­skip tók við Lag­ar­fossi í dag

mbl.is:

 
Guðmundur Haraldsson skipstjóri tók við Lagarfossi í Kína í dag, ...

Guðmund­ur Har­alds­son skip­stjóri tók við Lag­ar­fossi í Kína í dag, ásamt 11 manna ís­lenskri áhöfn.

Eim­skip tók í dag við nýju skipi, Lag­ar­fossi, í Kína. Samn­ing­ur var gerður um smíði tveggja skipa í júní 2011. Í ljósi þess að verk­inu seinkaði var samið um tæp­lega 11 millj­óna doll­ara af­slátt frá upp­haf­legu samn­ings­verði skip­anna. Viðræður eru í gangi um af­hend­ing­ar­tíma seinna skips­ins sem mun skýr­ast á þriðja árs­fjórðungi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Eim­skips til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Við skip­inu tók skip­stjóri þess, Guðmund­ur Har­alds­son, ásamt 11 manna ís­lenskri áhöfn. Á leið sinni til Íslands mun Lag­ar­foss hafa viðkomu í kín­versku hafn­ar­borg­inni Qingdao til að lesta gáma, m.a. fyr­ir viðskipta­vini fé­lags­ins í til­efni af nýj­um fríversl­un­ar­samn­ingi Íslands og Kína. Skipið mun einnig flytja 200 nýja frystigáma sem fé­lagið festi kaup á í Kína. Jafn­framt verða flutt­ir gám­ar til Rotter­dam fyr­ir er­lenda viðskipta­vini.

Skipið mun sigla um 11 þúsund sjó­míl­ur á leið sinni til Rotter­dam sem svip­ar til vega­lengd­ar­inn­ar á milli Norður- og Suður­póls­ins.

Lag­ar­foss er 875 gáma­ein­ing­ar að stærð, þar af með tengla fyr­ir 230 frystigáma. Burðargeta skips­ins er um 12 þúsund tonn, það er 140,7 metr­ar á lengd, 23,2 metr­ar á breidd og rist­ir 8,7 metra. Tveir 45 tonna kran­ar eru á skip­inu. Lag­ar­foss mun leysa Sel­foss af á gulu leiðinni, en það skip mun fara í önn­ur verk­efni.

Lag­ar­foss er sjö­unda skipið sem ber þetta nafn hjá fé­lag­inu. Lag­ar­foss I var þriðja skipið sem Eim­skip eignaðist og var það í eigu fé­lags­ins frá 1917 til 1949.

Eim­skip rek­ur 51 starfs­stöð í 19 lönd­um og er með 16 skip í rekstri. Fé­lagið hef­ur á að skipa um 1.400 starfs­mönn­um, þar af um 800 á Íslandi. Um helm­ing­ur tekna fé­lags­ins kem­ur frá starf­semi utan Íslands.

 
Guðmundur Haraldsson skipstjóri tók við Lagarfossi í Kína í dag, ...

Guðmund­ur Har­alds­son skip­stjóri tók við Lag­ar­fossi í Kína í dag, ásamt 11 manna ís­lenskri áhöfn.