22.06.2014 12:13

AVATAQ FTJ 8213 - Íslensk smíði fyrir Náttúrufræðistofnun Grænlands


             AVATAQ FTJ 8213 - Sómi 870, íslensk smíði fyrir Náttúrufræðistofnun Grænlands © mynd Fiskifréttir í júní 2014

 Þó það komi ekki fram í frétt Fiskifrétta hér fyrir neðan, rennir mig grun í að þetta sé báturinn sem þeir hjá Bláfelli ehf., á Ásbrú byrjuðu á í fyrravor, en sú smíðaði stöðvaðist þegar eldsvoði varð í fyrirtækinu, Held ég að lokið hafi verið við smíði hans í Mosfellsbæ.


Fiskifréttir.is:

Notaður til rannsóknaverkefna í Nuuk-firði

Báturinn er af gerðinni Sómi 870 og ber nafnið AVATAQ FTJ 8213. Kaupandinn er Náttúrufræðistofnun Grænlands. Báturinn er á margan hátt ólíkur fyrri Sómabátum enda smíðaður samkvæmt dönskum smíðareglum en þær kveða meðal annars á um sérstakar ísstyrkingar í skrokki og hönnun útfrá hljóðmengun. Báturinn er útbúinn Volvo Penta D-6, 400 hp vél og siglingartækjum frá Garmin.

Báturinn verður notaður til rannsóknaverkefna í Nuukfirði en Náttúrufræðistofnun Grænlands fylgist með bráðnun jökulsporða í firðinum ásamt ástandi og lífríki sjávar.