20.06.2014 13:35

UTA kyrrsett á Reyðarfirði, vegna skulda


                                         UTA © mynd MarineTraffic, John Wilson

mbli.is:

Sýslumaður­inn á Eskif­irði kyrr­setti er­lent flutn­inga­skip í höfn­inni í Reyðarf­irði á miðviku­dag vegna skulda þýsks eig­enda skips­ins. Um 7.000 tonn af áli frá Alcoa Fjarðaáli eru um borð í skip­inu. 

Skipið, sem heit­ir UTA og sigl­ir und­ir fána An­tígva og Barbúda, var kyrr­sett skömmu áður en það átti að leggja úr höfn sl. miðviku­dag og sigla til Rotter­dam í Hollandi. Þýska út­gerðin In­ter­sail rek­ur skipið yfir hönd eig­and­ans. Tólf eru í áhöfn skips­ins.

Hol­lenska fé­lagið Cargow BV leig­ir skipið fyr­ir flutn­ing­ana og umboðsaðili fyr­ir Cargow hér á landi er fyr­ir­tækið Thors­hip.  

Karl Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Thors­hip, seg­ir í sam­tali við mbl.is að skipið hafi verið kyrr­sett vegna skulda eig­and­ans.

"Vegna skulda á olíu frá því snemma á síðasta ári, sem er áður en skipið kem­ur inn í leigu­samn­ing við hol­lenska fé­lagið sem er með þessa þjón­ustu fyr­ir Alcoa. Hvorki Alcoa né hol­lenska fé­lagið eru aðilar að mál­un­um með nokkr­um hætti. Við erum ein­göngu þolend­ur," seg­ir Karl.

Spurður út í farm­inn seg­ir Karl að hann hafi ekki verið kyrr­sett­ur. "Farm­ur­inn er okk­ur aðgengi­leg­ur og við erum ein­göngu að skoða lausn­ir á mál­inu og mun­um ákveða það í lok dags­ins í dag hvað við ger­um - hvort við mun­um losa skipið eða bíða leng­ur ef það er lausn í sjón­máli milli þeirra aðila sem eru með málið á sínu borði," seg­ir Karl.

"Farm­ur­inn um borð í skip­inu er í kring­um sjö þúsund tonn. Þetta er fyrst og fremst ál og tengd­ar vör­ur," seg­ir Karl. Hann seg­ir ljóst að af­hend­ing farms­ins muni seinka eitt­hvað en það verði hins veg­ar ekki al­var­leg seink­un.

Í lög­um um kyrr­setn­ingu seg­ir kyrr­setja megi eign­ir skuld­ara "til trygg­ing­ar fulln­ustu lögvar­inn­ar kröfu um greiðslu pen­inga ef henni verður ekki þegar full­nægt með aðför og senni­legt má telja, ef kyrr­setn­ing fer ekki fram, að draga muni mjög úr lík­ind­um til að fulln­usta henn­ar tak­ist eða að fulln­usta verði veru­lega örðugri."