18.06.2014 08:40
Fortuna, í Noregi notar tromlu til að taka voðina, en aðrir nota kraftblökk
Jón Páll Jakobsson, Noregi: Hér sjáum við Fortuna kasta með okkur í vor. Fortuna er eini báturinn
sem ég hef séð í Noregi sem notar tromlu til að taka voðina allir nota
enn kraftblökk hérna og nótabátarnir nota triplex blökkina. Fortuna
kastar reyndar snurvoðinni einnig útaf tromlunni reyndar notar hún tvær
tromlur tekur pokann og hluta af belgnum inn á sér tromlu. Þetta er
nýlegur bátur smíðaður sem norðursjávartogari sem bæði getur verið með
troll og snurvoð en nú er hann gerður út á snurvoð allt árið. Það er allt
alvöru þarna um borð spil og græjur.


Fortuna, á veiðum © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, Noregi, í maí 2014


Fortuna, á veiðum © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, Noregi, í maí 2014
Skrifað af Emil Páli
