17.06.2014 14:27

Elding RBM 133, skúta Hafsteins Jóhannssonar, í Njarðvík

Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd af skútu í Njarðvíkurhöfn, sem ég hefði grun um að væri Elding. Síðan hefur sá grunur verið staðfestur, þetta er norsk skúta í eigu hins fræga björgunarmanns fyrri ára Hafsteins Jóhannssonar, sem gerði út björgunarskip með nafninu Elding og var ótrúlega duglegur og áræðinn við að bjarga og aðstoða skip hér við land í denn.

Núna áðan tók ég þrjár myndir af skútunni og sést Hafsteinn í stafni skipsins á þeim öllum, en þó ótrúlegt sé þá tók ég þær á símann minn og eru nokkuð góðar miðað við það. Þarna var hann að færa til skútuna innan Njarðvíkurhafnar






            Elding RBM, í Njarðvíkurhöfn núna áðan og Hafsteinn Jóhannssona í stafni. Eins og sést á fyrri tveimur myndanna, tók ég þær út um gluggan á bílnum mínum því spegill bílsins sést á þeim © símamyndir Emil Páll, í dag,  17. júní 2014