13.06.2014 21:00

Sædís Bára hífð á land, óvíst hvort hann sé ónýtur. Bryggjan stórskemmd og eldur kom upp aftur

Sædís Bára var nú seinni partinn, hífð á land og á flutningavagn í Sandgerði. Báturinn verður fluttur til rannsóknar hvað eldsupptök varðar og í framhaldi af því verður ákveðið með framhald bátsins, en of fljótt er að dæma hann ónýtan, þó nokkrir fjölmiðlar hafi dæmt hann ónýtann í dag. Er verið var að ganga frá bátnum á flutningavagninn kom upp eldur að nýju og var því kallað til slökkviliðs. Komið er í ljós að bryggjan í Sandgerði er einnig stórskemmd.

Eins og sést á þeim myndum sem ég birti nú og voru teknar þegar báturinn var hífður upp á flutningavagn sem flytur hann á stað þar sem hann verður rannsakaður og þá aðallega til að kanna með hugsanleg eldsupptök. Báturinn kom að landi kl. 20. 30 í gærkvöldi og átti að fara í smábátahöfnina og vera þar í nótt og þangað til síðdegis að hann færi aftur út. Af einhverjum ástæðum fór hann ekki frá bryggjunni og nú segja menn sem betur fer, því hætta er á að farið hefði enn ver ef hann hefði legið t.d. utan á öðrum báti. Enginn var um borð þegar eldsins var vart, en hann varð alelda nánast samstundis. Að sögn manna sem eru vanir að gera upp báta, jafnvel eftir bruna fer það eftir ástandi vélarúmsins, þegar það verður skoðað og fleira neðan þilfars hvort báturinn verði hugsanlega endurbyggður eða ekki.

Bruninn var það mikill að bryggjan er stórskemmd. M.a. brunnu 10 dekkjalengur (fríholt), þá skemmdist kannturinn á bryggjunni og steypan er að auki stórskemmd m.a. virðist efsta lagið á dekki bryggjunar hafa sprungið frá og eru nú eins og skæðadrífa um bryggjuna. Þá var rafmagnskassi, sérstaklega fyrir togara og stærri skip og hann brann alveg aðeins stendur það sem kom upp úr bryggjunni en það sem var í honum er ónýtt. Sama má segja með það sem vatnið er það er allt skemmt og svo gæti farið að brjóta þurfi upp bryggjuna til að gera við ýmsar leiðslur. Smábátabryggjurnar sem komið var með til Sandgerðis á dögunum og voru uppi á garðinum skemmdust o.fl. o.fl.

Áður en báturinn var hífður upp var dælt úr honum sjór sem fór í hann við slökkvistarfið í hádeginu, svo gerðist það að þegar báturinn hafði verið hífður upp á flutningavagn fór að rjúka úr honum og er talið að glóð hafi leynst í bátnum þar til að búið var að dæla úr honum og eins farið að gusta aðeins um hann. Varð að kalla til slökkvilið aftur og komu fjórir bílar, bæði úr Sandgerði og eins frá Keflavík.

Hér kemur myndasyrpan sem ég tók síðdegis í dag og þar sést báturinn, eins og hann leit þá út svo og rafmagnskassinn sem varla er lengur hægt að kalla rafmagnskassa o.fl. sem sést á myndunum og auðvitað kemur slökkviliðið þar fram í seinna útkallinu.

 

 


 


            Fátt heillegt virðist vera þarna í bátnum við bryggjuna í dag


                      Rafmagnskassinn á bryggjunni, eins og hann lítur núna út

 


                Þegar litið er inn í kassann er lítið þar að sjá

 

 


 


 


 


 


 


            Það er lítið skipslegt á þeirri síðu sem snéri að bryggjunni, en hún er mun ver farin en hin.

Það sorglega er líka að bátur þessi er ekki margra ára gamall.


             Þegar báturinn var kominn upp á flutningavagninn fór að rjúka úr honum og var slökkviliðið þegar kallað út


 


 


 

                 Slökkviliðsmenn komnir um borð, en áður en þeir komu hafði Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafið slökkvistörf í bátnum


             Hér eru slökkviliðsmenn, að grínast eitthvað við slökkviliðsstjórann, eftir að búið var að slökkva eldinn © myndir Emil Páll, síðdegis í dag, 13. júní 2014

 

AF Facebook:

Árni Freyr Runarsson Það var talsverður hiti í bryggjuni eftir brunann.