13.06.2014 14:17
Sædís Bára GK 88: Landfestar brunnu og báturinn rak á leið út úr höfninni
Meðan slökkvistarfið stóð yfir í Sandgerðishöfn núna áðan brunnu landfestar Sædísar Báru GK 88 og hóf báturinn þegar að reka, í átt út úr höfninni. Var björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein látinn stöðva rekann á bátnum og koma honum að bryggju á ný.

2310. Hannes Þ. Hafstein kominn með 2829. Sædísi Báru GK 88, að bryggju í Sandgerði að nýju

Báturinn er mikið brunninn

Hannes Þ. Hafstein, útataður í froðu, í Sandgerðishöfn, í dag © myndir Emil Páll, 13. júní 2014
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson: Guðni Ölversson, ekki er það nú víst, nánar er fjallað um það í syrpunni sem ég birti í kvöld, en þegar báturinn var hífður upp talaði ég bæði við vana menn varðandi endurbyggingu báta svo og tjónaskoðunarmenn.
