13.06.2014 19:25

Sædís Bára, flutt til rannsóknar - eldur kom upp aftur - bryggjan skemmd

Í kvöld birti ég myndasyrpu sem ég tók nú síðdegist þegar Sædís Bára var hífð á land og á flutningavagn í Sandgerði. Báturinn verður fluttur til rannsóknar hvað eldsupptök varðar og í framhaldi af því verður ákveðið með framhald bátsins, en of fljótt er að dæma hann ónýtan, eins og sést hefur í nokkrum fjölmiðlum. Er verið var að ganga frá bátnum á flutningavagninn kom upp eldur að nýju og var því kallað til slökkviliðs. Komið er í ljós að bryggjan í Sandgerði er einnig stórskemmd. Allt um það um leið og ég birti syrpuna á eftir


                2829. Sædís Bára GK 88, tekin upp í Sandgerði núna síðdegis, - nánar síðar í kvöld

 

AF FACEBOOK:

Árni Freyr Runarsson Það var talsverður hiti í bryggjuni eftir brunann.