13.06.2014 09:28

ÍS tefur Stafnesið

Eins og ég hef áður sagt frá stóð til að Stafnes KE 130, færi sl. þriðjudag í þjónustu við olíuna, norður í höfum. Skipið er þó ekki farið ennþá, en að sögn Odds Sæmundssonar, er ástæðan sú að ís á svæðinu hefur tafið verkefnið og því var ákveðið að fresta því um viku og er þess vegna stefnt að því að skipið fari næsta þriðjudag.


          964. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 6. júní 2014