13.06.2014 20:00
Eldislausnir: Sá um að koma bólum og festum fyrir Arnarlax í Tálknafirði ofl.
Nýverið sá fyrirtæki á Suðurnesjum, sem nefnist Eldislausnir um að koma bóli og festum fyrir Arnarlax í Tálknafirði svo að Papey gæti lagst þar við og fleyta mætti laxaseiðum út í skip.
Þetta var fyrsti flutningur Papeyjar fyrir Arnarlax í nýjar kvíar þeirra í Arnarfirði, að sögn Gunnlaugs Hólm Torfasonar hjá Eldislausnum. Seiðunum var dælt upp í kar og þaðan runnu þau sjálfrennandi út í skip. Flutningur seiðanna gekk mjög vel og voru flutt um 250.000 seiði í þrem ferðum.
Þá hafa Eldislausnir byggt upp og tæknivætt seiðastöðina á Gileyri í Tálknafirði fyrir Bæjarvík sem að er í eigu Arnarlax.
Hér kemur myndasyrpa sem Gunnlaugur Hólm tók fyrir mig af seiðaflutningunum
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|




















