12.06.2014 21:00

Sólplast í dag: Bergur Vigfús GK 43, Bolli KE 400 og Anna María ÁR 109

Kl. 7.30 í morgun sigldi Bergur Vigfús GK 43, að upptökubrautinni í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og beið þá þar Gullvagninn sem tók bátinn á land og eftir að hafa þrifið hann var honum ekið í lögreglufylgd til Sólplasts í Sandgerði. Um kl. 15 í dag kom þangað Margeir Jónsson á bíl frá Jón & Margeiri í Grindavík og var þá tekinn út úr húsi hjá Sólplasti báturinn Bolli KE 400 og hann dreginn niður bryggju í Sandgerðishöfn, þar sem hann var hífður í sjóinn. Um leið og því verki kom þarna annar bátur að því svæði sem Bolli var í og heitir sá Anna María ÁR 109 og hífði Margeir hann upp og dró upp að aðsetri Sólplasts í Sandgerði.

Allir eiga þessi bátar það sameiginlegt að vera að fá astik fyrir makrílveiðarnar og síðan er notað tækifærið og gert eitthvað meira, mismikið þó.

Hér koma syrpur með bátunum þremur, þ.e. hverjum fyrir sig, auk þess sem tvær myndanna tengjast innbyrðis, eins og sjá má.

                                                            Bergur Vigfús GK 43


         2746. Bergur Vigfús GK 43, kemur að upptökubrautinni, í Njarðvík í morgun


                             Báturinn kominn í Gullvagninn sem er á leið upp brautina


                                 Gullvagninn með 2746. Berg Vigfús GK 43, í morgun


                   Eftir að búið var að þrífa bátinn var haldið áleiðis til Sandgerðis og hér er verið að fara fram hjá annarri blokkinni, við Pósthússtræti, í Keflavík


                Hér er farið í gegn um Grófar-svæðið og lengst til vinstri sést aðeins í Skessuhellir




                 Það er fallegt svæðið umhverfis Grófina, enda Grófin nýbúin að fá Bláfánann


                                              Hér er komið að Sólplasti í Sandgerði


                           Eins og áður kom fram var þessi flutningur í lögreglufylgd


                           Bakkað inn á svæðið með bátinn, sem stendur úti


                         Gullvagninn farinn og báturinn stendur á svæði Sólplasts

                                                                   Bolli KE 400


             Margeir Jónsson, hjá Jóni & Margeir kominn með Bolla KE 400 út úr húsi hjá Sólplasti




                       Hér fer hersingin, út af athafnarsvæði Sólplasts og inn á Strandgötuna


               Hér er áfram ekið eftir Strandgötunni í Sandgerði í átt til Sandgerðishafnar


                                                Hífing hafin á bryggjunni í Sandgerði




                                           Hér er farið að slaka bátnum niður í sjóinn




                        Sjósetningu 6996. Bolla KE 400, lokið, í Sandgerðishöfn í dag

                                                              Anna María ÁR 109


                                    2298. Anna María ÁR 109, kominn í Sandgerðishöfn






             2298. Anna María ÁR 109, komin undir kranann hjá Jóni & Margeiri og fyrir aftan 6996. Bolla KE 400, sem hífður var í sjóinn skömmu áður


                    Hífing á 2298. Önnu Maríu ÁR 109, hafin í Sandgerðishöfn, í dag


               Eins og sést á þessari mynd stendur að heimahöfnin sé Grindavík, en svo er ekki, heldur hefur ekki verið málað yfir það um leið og báturinn var skráður með nýju nafni, en hann hét áður Máni GK 109 og var þá frá Grindavík


            

              2298. Anna María ÁR 109, komin á vagn á bryggjunni í Sandgerði, í dag


             Hér er Margeir hjá Jóni & Margeiri, kominn með bátinn að athafnarsvæði Sólplasts






                 Hér mun báturinn standa í vagninum meðan hann er hjá Sólplasti




                 Hér stendur Anna María ÁR 109, við hliðina á 6298. Siglunesi SH 22, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., í Sandgerði © myndir Emil Páll, í dag, 12 júní 2014