11.06.2014 11:12
Gullfoss, á Akranesi
Skipið var smíðað árið 1979
í Skotlandi og var upphaflega í ferjusiglingum milli eyja við Skotland.
Síðar var því svo breytt í skemmisiglingaskip og notað um árabil í
ferðaþjónustu við strendur Englands. Gullfoss er 30 metra langur og
mælist 175 brúttórúmlestir. Það er í eigu fyrirtækisins Sea Ranger ehf.
en það er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Skagaverks á Akranesi,
Gunnars Leifs Stefánssonar, Sævars Sigurðssonar og fleiri aðila og verður gert út til hvalaskoðunar, norðurljósasiglinga o.fl. á Faxaflóasvæðinu. Skipstjóri er Guðmundur Jón Hafsteinsson

2854. Gullfoss, kemur til Akraness © mynd og texti úr Skessuhorni, 3. júní 2014

2854. Gullfoss, kemur til Akraness © mynd og texti úr Skessuhorni, 3. júní 2014
Skrifað af Emil Páli
