07.06.2014 18:19

Harahaug 1 - Fisknum dælt um borð - myndir og frásögn


        Hér sjáum við Harhaug 1 taka nótina í vor eins og kannski sést þá nota norðmenn triplexblökkina til að taka snurvoðina í þessu tilviki er nótin sjálf komin um borð en belgurinn og pokinn fyrir utan. Þarna er verið að tæma pokann en flestir stóru snurvoðabátarnir eru hættir að poka inn aflann eins þekkist heima. Þeir nota vacumdæluna og dæla fisknum um borð.


Á þessari mynd sést þetta betur vacumdælan er tengd við endann á pokanum og svo er fisknum dælt um borð og í mörgum tilvikum beint í tank með kældum sjó og þaðan fer hann svo í slægingu eða blóðgun. Þessi bátur er þó mest í því að landa lifandi fiski sem sagt að halda fisknum lifandi í tönkum fram að löndun

                                    © myndir Jón Páll Jakobsson, vorið 2014