29.05.2014 21:00
Siggi Bjarna GK 5: Myndir frá rækjuslóð við Snæfellsnes og á norðurlandi í dag - syrpa
Hér kemur skemmtileg myndasyrpa sem Gísli Aðalsteinn Jónasson, stýrimaður á Sigga Bjarna GK 5, hefur tekið í maí-mánuði af rækjuveiðum við Snæfellsnes svo og eftir að þeim lauk komu þeir við í Sandgerði og fóru síðan norður fyrir land til rækjuveiða og hófu þar veiðar í dag. Myndirnar eru ekki eingöngu af veiðunum heldur ýmsu öðru sem fyrir augu þeirra bar. Að endingu birti ég skjáskot sem ég tók um kl. 16 í dag af MarineTraffic (AIS) sem sýnir stöðu bátsins og kemur þá í ljós að næsti bátur er einnig frá útgerðinni, en að auki eru tveir togarar sömu útgerðar búnir að vera á rækjuveiðum í sumar.
![]() |
Síldartorfur í Jökuldýpi, 3. maí sl.
![]() |
Snæfellsjökull, sólsetur kl 22, 5 maí
![]() |
Það ætlar að vera sól í Breiðarfirði í dag, 13. maí 2014
![]() |
Rækjuveiðar við Snæfellsjökul 13. maí
![]() |
Hellissandur, 15. maí
![]() |
Ólafsvík og Rif, 15. maí
![]() |
Farið frá Sandgerði, til rækjuveiða fyrir norðan land, 27. maí
![]() |
Sólarupprás kl. 02:58, út af Vestfjörðum, 28. maí
![]() |
Togað í Eyjafjarðarál, eftir rækju, í morgun, 29. maí
![]() |
Fallegur Eyjafjörður, 29. maí ( í morgun)
![]() |
2454. Siggi Bjarna GK 5 og 1743. Sigurfari GK 138, á rækjumiðunum, í dag, 29. maí kl. 16.19, skjáskot af MarineTraffic, AIS
Tekið frá 2454. Sigga Bjarna GK 5 © myndir og myndatextar: Gísli Aðalsteinn Jónasson, í maí 2014
AF FACEBOOK:
Gísli Aðalsteinn Jónasson Tekið á Nokia Lumia 900 síma











