28.05.2014 21:00
Njarðvíkurbátarnir Maron og Tjaldanes: - Góð lönguveiði - sumarfrí og - Grímsnes á Siglufirði
Þessar myndir tók ég eftir hádegi í dag þegar Njarðvíkurbátarnir Maron GK 522 og Tjaldanes GK 525, komu til heimahafnar í Njarðvík, eftir að hafa verið á veiðum á löngu í net við Vestmannaeyjar, það sem af er þessum mánuði sem nú er að ljúka. Hefur veiðin verið góð þennan tíma og lönduðu þeir oftast í Þorlákshöfn og stundum í Grindavík. Nú voru þeir hinsvegar að koma til Njarðvíkur með afla og að fara í sumarfrí, en báðir bátarnir stöðvast nú vegnar þessa í einhvern tíma, en þriðji bátur útgerðarinnar Grímsnes GK 555, er á rækjuveiðum og hefur aðallega verið við Snæfellsnes, en eins og aðrir í rækjuflotanum er hann nú kominn út af Norðurlandi og hefur landað á Siglufirði. Birtist hér líka mynd af Grimsnesinu á Siglufirði í dag.
.




363. Maron GK 522




239. Tjaldanes GK 525
Komið að landi í Njarðvík á þriðja tímanum í dag © myndir Emil Páll, 28. maí 2014

89. Grímsnes GK 555, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 28. maí 2014
