27.05.2014 20:21

Trinto - landar lifandi þorski í þorkahótel

Jón Páll Jakobsson, Noregi: Hér sjáum við hann Trinto, honum var breytt svona í Póllandi fyrir þremur árum, hann er að reyna við lifandi þorsk þ.e.a.s geymir fiskinn lifandi í tönkum og landar honum svo í þorskahótel þar sem honum er slátrað eftir þörfum. Ef þú landar fiskinum lifandi eykst kvótinn hjá viðkomandi bát hann sem sagt tvöfaldast fyrir hvert landað kg af lifandi fiski færð þú auka kg.

                     Trinto © mynd Jón Páll Jakobsson, í maí 2014