27.05.2014 13:14
Aska flutt út á næstu dögum
Nú fyrir helgi er væntanlegt skip til Njarðvíkur til að taka ösku, sem kemur úr sorpeyingarstöðvum á Suðurnesjum. Já um er að ræða ösku úr gömlu stöðinni við Hafnaveg svo og úr Kölku sem er stutt frá Helguvík. Verður askan flutt erlendis, þar sem hún fer í gamlar kalknámur, sem talið er að með samlögun eyði öskunni sem slíkri.
Eins og sjá má á myndunum tveimur sem ég tók um síðustu helgi, hefur mikið magn af stórum pokum eða sekkjum verið komið fyrir á öðrum hafnargarðinum í Njarðvík, en það er Íslenska gámafélagið sem sér um mál þetta.
![]() |
||
|
|
Skrifað af Emil Páli


