23.05.2014 21:15
Sólplast í dag: Bolli KE 400 og Siglunes SH 22
Í dag kom til Sandgerðis Bolli KE 400 og sá Jón & Margeir um að hífa hann upp og flytja á athafnarsvæði Sólplasts, en þangað var báturinn að fara og verða framkvæmdar ýmsar lagfæringar og endurbætur á honum.
Bátur sá sem Jón & Margeir sótti nýlega til Grundarfjarðar og kom með til Sólplasts, er þar ennþá. En hlutverk Sólplasts var í þessum áfanga að hreinsa hann af því sem brann og er því lokið og þá kom í ljós að plastverkið er lítið sem ekkert skemmt. Báturinn er í eigu tryggingafélags sem fer nú með bátinn í auglýsingaferli og kemur þá í ljós hvað um hann verður.
Hér eru myndir sem ég tók í dag er Bolli var hífður upp og fluttur til Sólplasts og þar sést einnig Siglunesið eins það lítur nú út.

6996. Bolli KE 400, í Sandgerðishöfn í dag og Jón & Margeir komnir að bátnum

Hífing á Bolla KE, hafin í Sandgerði í dag



6996. Bolla slakað niður í vagninn sem flutti hann



Flutningurinn kominn upp frá Sandgerðishöfn


Hér er hersingin komin að athafnarsvæði Sólplasts

6996. Bolli KE 400, kominn á athafnarsvæði Sólplasts


Komið á áfangastað og búið að losa vagninn frá

6996. Bolli KE 400, við Sólplast í Sandgerði, síðdegis í dag

6298. Siglunes SH 22, á athafnarsvæði Sólplasts, í dag

6996. Bolli KE 400 og 6298. Siglunes SH 22, við Sólplast, í Sandgerði í dag
© myndir Emil Páll, 23. maí 2014
Bátur sá sem Jón & Margeir sótti nýlega til Grundarfjarðar og kom með til Sólplasts, er þar ennþá. En hlutverk Sólplasts var í þessum áfanga að hreinsa hann af því sem brann og er því lokið og þá kom í ljós að plastverkið er lítið sem ekkert skemmt. Báturinn er í eigu tryggingafélags sem fer nú með bátinn í auglýsingaferli og kemur þá í ljós hvað um hann verður.
Hér eru myndir sem ég tók í dag er Bolli var hífður upp og fluttur til Sólplasts og þar sést einnig Siglunesið eins það lítur nú út.

6996. Bolli KE 400, í Sandgerðishöfn í dag og Jón & Margeir komnir að bátnum

Hífing á Bolla KE, hafin í Sandgerði í dag



6996. Bolla slakað niður í vagninn sem flutti hann



Flutningurinn kominn upp frá Sandgerðishöfn


Hér er hersingin komin að athafnarsvæði Sólplasts

6996. Bolli KE 400, kominn á athafnarsvæði Sólplasts


Komið á áfangastað og búið að losa vagninn frá

6996. Bolli KE 400, við Sólplast í Sandgerði, síðdegis í dag

6298. Siglunes SH 22, á athafnarsvæði Sólplasts, í dag

6996. Bolli KE 400 og 6298. Siglunes SH 22, við Sólplast, í Sandgerði í dag
© myndir Emil Páll, 23. maí 2014
Skrifað af Emil Páli
