23.05.2014 11:12
Siggi Bjartar ÍS 50, í Gullvagninum - fer í bláa litinn
Báturinn var í gær tekinn upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en mála á hann þar og hef ég grun um að það verði blái liturinn, sami blær og er á hinum báti útgerðarinnar Pálínu Ágústsdóttur GK 1. Síðan er spurning hvort hann fái ekki nýtt nafn og númer, sem er önnur spurning, þ.e. hvort það verði GK eða EA, því eins og ég sagði frá í gær hefur K&G í Sandgerði sem á báða bátanna, nú keypt frystihús, kvóta og línubátinn Sigga Gísla, sem áður var í eigu Hvamms, í Hrísey.

2652. Siggi Bjartar ÍS 50, í Gullvagninum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 22. maí 2014

2652. Siggi Bjartar ÍS 50, í Gullvagninum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 22. maí 2014
Skrifað af Emil Páli
