23.05.2014 13:14

Makríllinn: Undirbúingur á fullu

Að undanförnu hafa margir bátar verið útbúnir til makrílveiða og er algengt að sett sé í þá astik, til að auðvelda leit af fiskinum

Þá er nokkuð um að vertíðarbátar, sem ekki hafa áður verið á makrílveiðum muni nú eiga að fara á þessar veiðar, þó aðrir af þeim stærðarflokki ætli ekki aftur, þó þeir hafi verið á slíkum veiðum. Sem dæmi þá mun Happasæll KE 94 ekki fara á makrílveiðar, en ég hef heyrt veiðibúnaðurinn úr þeim báti hafi verið seldur til að nota um borð í Gunnari Hámundarsyni GK 357, sem á að fara á þessar veiðar. Einnig hefur heyrst að Orri ÍS 180 og Valþór GK 123, fari á makrílveiðar í sumar, þ.e. ef makríllinn lætur þá sjá sig.

Birti ég hér myndir af Gunnari Hámundarsyni, Orra og Valþór

 


            500. Gunnar Hámundarson GK 357, kemur inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 9. feb. 2014


             923. Orri ÍS 180, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 8. okt. 2013


            1081. Valþór GK 123, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1. apríl 2014