Nú næstu daga, eða næstu vikur munu fimm stálskip fara sína síðustu sjóferð og þá yfir hafið í pottinn fræga. Þrír þeirra, Kristrún II RE 477, Fjóla KE 325 og Fram ÍS 25 fara til Belgíu og mund Kristrún II draga hina tvo með sér. Til Danmerkur fara Kristbjörg VE 71 og Portland VE 97 og dregur Kristbjörgin, Portlandið.
Hér fyrir neðan birti ég myndir af öllum fimm skipunum og fyrir neðan hverja fyrir sig koma öll nöfnin sem viðkomandi skip hefur borið hér á landi.
 |
|
84. Kristbjörg VE 71, í Keflavík © mynd Emil Páll, 20. jan. 2012
Nöfn: Haraldur AK 10, Gandí VE 171, Guðjón VE 7, Gandí VE 171 (aftur) og Kristbjörg VE 71
 |
|
219. Portland VE 97, í Vestmannaeyjum © mynd Friðrik Friðriksson, í júní 2013
Nöfn: Víðir II GK 275, Ljósfari GK 184, Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145, Arney HU 36, Arney HF 361 og Portland VE 97
 |
|
245. Fjóla KE 325 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 25. júní 2013
Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Látraröst BA 177, Ásborg RE 50, Ásborg GK 52, Dofri BA 25, Helga Guðmundsdóttir BA 77 (aftur), Helga Guðmundsdóttir SH 108, Þórsnes SH 108, Steinunn Finnbogadóttir BA 325, Steinunn Finnbogadóttir RE 325 og Fjóla KE 325
 |
|
256. Kristrún II RE 477, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 2. nóv. 2011
Nöfn: Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39, Kristrún RE 177 og Kristrún II RE 477
 |
|
971. Fram ÍS 25 , í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 3. ágúst 2012
Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og Fram ÍS 25
|
|
|
|
|