19.05.2014 10:17

Ásdís ÍS 2, nýr bátur í Bolungarvík

Vikari.is:

Nýr bátur bættist í bolvíska flotann á laugardag, en það er togbáturinn Ásdís ÍS-2 sem er í eigu Mýrarholts ehf. Báturinn er 65 brúttótonn að stærð og var áður gerður út frá Rifi á Snæfellsnesi og hét þá Margrét SH. Með bátnum fylgir 12% aflahlutdeild í innfjarðarækju í Ísafjarðardjúpi og  mun hann fara á rækjuveiðar í Djúpinu í haust. Fyrst um sinn verður aflaklóin Guðmundur Einarsson skipstjóri á bátnum en seinna meir mun Einar sonur hans taka við skipstjórn á bátnum.


            2340. Ásdís ÍS 2, ex Margrét SH ex Valgerður BA, í höfn í Bolungarvík © mynd Vikari.is  17. maí 2014