18.05.2014 12:13

Skvetta SK 7, í morgun

Eins og áður hefur komið fram er bátur þessi að hefja ferðatengdar-línuveiðar, þ.e. ferðamönnum er seldur aðgangur að ferðum bátsins á línuveiðar og fá þeir að taka þátt í veiðunum. Búið er að ráða áhöfn á bátinn og er skipstjórinn Guðmundur Falk. Heyrst hefur að rekstraraðili sé að skoða leigu á fleiri bátum til þessarar starfa og þ.á.m. einum stórum stálbáti.




            1428. Skvetta SK 7, í Keflavíkurhöfn, í morgun © myndir Emil Páll, 18. maí 2014

 

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen  Fallega fleyið mitt