15.05.2014 21:20
Siglunes SH 22, stórskemmt eftir bruna, fluttur til Sólplasts á morgun
Hér koma fjórar myndir er tengjast bátnum og sýnir ein bátinn áður en óhappið varð, en upp kom eldur er báturinn var að veiðum á Breiðafirði 5. maí sl. og komu nærstaddir bátar til hjálpar og síðar björgunarskipið Björg sem dró hann til Grundarfjarðar. Birtast nú myndir af honum sem fyrr segir fyrir brunann, ein er verið er að draga hann í land og tvær sem Heiða Lára tók af bátnum í dag - á morgun birtist síðan syrpa af honum þegar Jón & Margeir kemur með hann til Sólplasts í Sandgerði þar sem gert verður við bátinn.
Auk mynda af Siglunesinu sendi Heiða Lára mér nokkrar myndir teknar á Grundarfirði, sem birtar verða hér næstu daga og sést Siglunesið m.a. á sumum þeirra og margir aðrar myndir

6298. Siglunes SH 22, á veiðum á Breiðafirði © mynd af vef Landhelgisgæslunnar, frá júní 2012

2542. Björg, dregur 6298. Siglunes SH 22 til Grundarfjarðar © mynd Landsbjörg, Ægir Þór 5. maí 2014

6298. Siglunes SH 22, í höfn í Grundarfirði, í dag © mynd Heiða Lára, 15. maí 2014

6298. Siglunes SH 22, í höfn í Grundarfirði, í dag og eins og sjá má hefur hiti verið þó nokkur í stýrishúsinu © mynd Heiða Lára, 15. maí 2014 - munið fleiri myndir á morgun -
AF FACEBOOK:
-
Emil Páll Jónsson Hvað er skelfingin? Að hann skuli hafa skemmst í bruna, eða að hann verði fluttur með Jóni & Margeiri, til Sólplasts?Guðni Ölversson Það er augljóst. Eldsvoði er skelfing. Hins vegar er það blessunað eiga góða að til að bjarga því sem bajrgað verður.Emil Páll Jónsson Já Guðni, þetta var svona smá grín í mér, auðvitað er eldsvoði í báti, úti á hafi, alltaf skelfilegur atburður.
