11.05.2014 07:00
Ballstadøy N-185-VV, sem kemur með lifandi fisk að landi
Svona í upphafi skulum við muna að dagurinn í dag 11. maí var lengi vel lokadagur vertíðarinnar á Íslandi.
Nú koma nokkrar myndir frá Finnmark í Noregi, og síðar fleiri myndir frá Noregi. Fyrst sjáum við Ballstadøy sem eins og margir snurvoðarbátar fiska "lifandi" Þorsk sem vistaður er á svokölluðum "hótelum" sem þýðir að ekki má fóðra fiskinn í kvíunum í landi. Þessi skip sem nota þessa aðferð fá 50% meiri kvóta en aðrir en til að þessi aðferð lukkist verður skipið að vera búið svokölluðu RWS kerfi en án þess að nota kælinguna og er besti árangurinn að setja fiskinn í tank sem er undir þrýstingi, eins og brunnbátar notast við.

