07.05.2014 12:26
Skvetta SK 7: Leigð í ferðamennsku, þar sem ferðamaðurinn fær að taka þátt í veiðum
Í morgun var gengið frá og undirritaður samningur þess efnis að fyrirtækið Fishing Tours, í Sandgerði tekur síðasta óbreytta Bátalónsbátinn, Skvettu SK 7, á leigu. Að fyrirtækinu standa feðgarnir Kristinn Ingimundarson og sonur hans Jón Ingi Kristinsson, sem nú um tíma hafa rekið beitningaþjónustu í Sandgerði og mun báturinn róa með línu.
Beitingaþjónusta þessi hefur nýlega ákveðið að hætta með akkorðsbeitningu og taka þess í stað upp tímavinnu.

1428. Skvetta SK 7, á siglingu við Vatnsnes, í Keflavík, fyrir nokkrum árum

Samkomulagið handsalað í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun. F.v. Heiðar Stefánsson, yfirmaður beitningaþjónustunnar, Þorgrímur Ómar Tavsen eigandi Skvettu SK 7, Kristinn Ingimundarson og Mariner Jensen, frá beitingaþjónustunni

1428. Skvetta SK 7, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í morgun © myndir Emil Páll, í morgun, 7. maí 2014, en efsta myndin tók Emil Páll, 4. okt. 2011
AF FACEBOOK:
