04.05.2014 11:12

Tveir bátar í Sandgerði, með sama númerið, GK 56

Svolítið skondið, eða er það kannski eitthvað annað, að í Sandgerði hafa nú um tíma verið tveir bátar með númerið GK 56, en samkvæmt Fiskistofu hefur verið skráð KE númer á annan þeirra og það fyrir nokkrum misserum, án þess að því hafi verið breytt á sjálfum bátnum.

Tók ég þessar myndir í gær af skráningu viðkomandi báta.


                                                           7339. Abby GK 56


                                                                7427. Diddi GK 56

                                Í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 3. maí 2014

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Voða leiðinlegur ósiður þegar menn passa illa uppá merkingar á bátum sínum það kostar innan við 1000 kr að fá tvö sett af KE límstöfum til að breyta þessu
 

Emil Páll Jónsson Ég held að þetta snúist ekki um peninga, frekar að þetta sé trassaskapur.

Sigurbrandur Jakobsson Já það er það oftast nær