04.05.2014 11:12
Tveir bátar í Sandgerði, með sama númerið, GK 56
Svolítið skondið, eða er það kannski eitthvað annað, að í Sandgerði hafa nú um tíma verið tveir bátar með númerið GK 56, en samkvæmt Fiskistofu hefur verið skráð KE númer á annan þeirra og það fyrir nokkrum misserum, án þess að því hafi verið breytt á sjálfum bátnum.
Tók ég þessar myndir í gær af skráningu viðkomandi báta.

7339. Abby GK 56

7427. Diddi GK 56
Í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 3. maí 2014
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson Ég held að þetta snúist ekki um peninga, frekar að þetta sé trassaskapur.
Sigurbrandur Jakobsson Já það er það oftast nær
