04.05.2014 21:00

Spyrpa af Sæljóma BA 59, í morgun

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í morgun í Sandgerðishöfn er Sæljómi BA 59, fór frá Sandgerðis til heimahafnar á Patreksfirði. Höfðum við þ.e. ég og Halldór Árnason eigandi bátsins mælt okkur mót um kl. 9 í morgun, en ég mætti um 20 mínútum áður og var ekki að spyrja að því að þá var strax lagt í hann og siglt heim á leið og nú er hann nánast kominn þangað, á kannski eftir innan við hálfa klukkustund.

Bátur þessi var í einn mánuð hjá Sólplasti þar sem gert var við tjónaskemmdir, auk þess sem sett var í hann astik og eitthvað fleira.

Eitt var þó vandamálið við myndatökuna, en það var að sökum þess að flutningaskipið Vestlandia var við suðurgarðinn og því ekki hægt að taka myndir þaðan, en það þurfti að gerast þar sem sólin var þetta snemma óvinur myndatöku frá norðurgarðinum. Þá var læst girðing vegna skipsins og því ekki heldur hægt að notast við endann á suðurgarðinum og því voru myndirnar teknar frá norðurgarðinum og eins og sést þá eru sumar myndirnar ansi dökkar, enda teknar á móti sól. Sumar sluppu þó eftir því hvernig báturinn snéri, en tekinn var fyrir mig hringur og hér sjáum við árangurinn.


             2050. Sæljómi BA 59, kominn frá bryggjunni og hér höfum við Sandgerðisvita í baksýn


                                                                     Sett á ferð


                                            Hér er Fiskmarkaðurinn í baksýn
























                         Hér er strikið tekið út úr höfninni, í Sandgerði í morgun












             Hér er Sæljómi kominn út úr höfninni í Sandgerði, en auk Halldórs er sonur hans með honum á heimleiðinni, en að jafnaði róa með honum tveir sona hans, sem báðir eru nú í skóla, en annar þeirra gat siglt með honum heimsiglinguna © myndir Emil Páll, 4. maí 2014

P.s. svo skemmtilega vildi til að bátur sá sem sjósettur var í Sandgerði á sama tíma og Sæljómi og kom einnig frá Sólplasti, þ.e. Raggi ÍS 319, fór frá Hafnarfirði nokkuð á eftir að Sæljómi fór frá Sandgerði, en hann gekk mun hraðar og dró því Sæljóma uppi og var kominn til hafnar töluvert á undan honum.