03.05.2014 18:19

Skemmtileg tenging þriggja báta í Sandgerði

Þessar tvær myndir tók ég í gærmorgun, er verið var að hífa Ragga ÍS 319, í sjóinn í Sandgerðishöfn. Á fyrri myndinni sést m.a. Sæljómi BA 59 og á seinni sést Grunnvíkingur HF 163 sigla hjá, en þessir þrír voru allir hjá Sólplasti í síðustu viku á sama tíma.


               7641. Raggi ÍS 319 í hífingu hjá Jóni & Margeiri og sá rauði er 2050. Sæljómi BA 59, sem var sjósettur nokkru áður


            Hér sjáum við 2595. Grunnvíking HF 163, sigla fram hjá © myndir Emil Páll, í Sandgerðishöfn í gærmorgun, 2. maí 2014

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Mikið líf í Sandgerði enda eiga þeir þar fallegasta bæjarstjóra landsins og fá stöðumælasektirnar rá Leifsstöð beint í kassann.