02.05.2014 19:20

Sæljómi BA 59, sjósett í morgun eftir lagfæringu og breytingu hjá Sólplasti

Já eins og áður hefur komið fram var mikið um að vera hjá Sólplasti í Sandgerði í dag. Hér kemur syrpa af þeim báti sem fyrst fór út til sjósetningar í Sandgerðishöfn, en þar kom Gullvagninn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur við sögu.


                               2050. Sæljómi BA 59, kemur út undir bert loft, í morgun




                 Gullvagninn flytur bátinn út af athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði og inn á Strandgötuna


                               Gatnamót Strandgötu og götunnar niður á bryggju




                                      Komið niður undir brautina niður að sjónum




                                                 Þá er að bakka niður brautina








                    Báturinn laus frá Gullvagninum og bakkar úr á Sandgerðishöfn
















          2050. Sæljómi BA 59, kominn utan á 923. Orra ÍS 180, þar sem hann mun trúlega liggja fram á sunnudagsmorgun, sökum slæmrar veðurspár © myndir Emil Páll, í morgun, 2. maí 2014

 

AF FACEBOOK:

  • Guðni Ölversson Það vantar allar upplýsingar um þessa báta. Hvað eru þeir stórir, tonn, lengd, breidd og dýpt og hvaða veiðiskap stunda þeir? Hvaða vél er í þei og hve stór er hún? Hvaðan koma tækin í þá. Greinilega fínir bátar þetta.
     
     
    Emil Páll Jónsson Sorry Guðni Ölversson, ef ég á að finna allar upplýsingar við alla báta, er alveg eins gott að hætta við þessa síðu, svo einfalt er það.
     
     
    Guðni Ölversson Það er bara gaman að fá svona upplýsingar með nýsmíðum.
     
     
    Emil Páll Jónsson Þetta er langt í frá að vera nýsmíði, því þeir eru nokkra áratuga gamlir, flestir hverjir.
     
     
    Emil Páll Jónsson Hitt er svo stóra málið, en það eru orðnar svo miklar kröfur um ýmsilegt og þá ekki bara á sjálfri síðunni, heldur líka endalaustar hringingar eða sendingar á netinu þar sem óskað er eftir hinu og þessu, hafa jafnvel farið upp í 15 á viku og því er ég farinn að huga alvarlega að hætta síðunni, eða loka henni nema fyrir fáa útvalda.
     
     
    Guðni Ölversson Ég hélt að þetta væru nýjir bátar sem væru að fara í sína fyrstu sjósetningu. "Hér kemur syrpa af þeim báti sem fyrst fór út til sjósetningar í Sandgerðishöfn," Bara smá misskilningur hjá mér.
     
     
    Emil Páll Jónsson Já orðaði þetta svona því ég hef sagt frá því tvisvar áður í dag að væntanlegar væru þessar syrpur.
     
     
    Guðni Ölversson Þú mátt alls ekki loka síðunni.
     
     
    Emil Páll Jónsson Jú ég mun fljótlega loka, allavega tengingunni við Facebook.
     
     
    Guðni Ölversson Ég kem til með að sakna síðunnar. Það get ég sagt þér. Finnst einmitt mjög gaman að fylgjast með smábátamyndunum.