02.05.2014 16:17
Bátarnir 4 sem voru í sviðsljósinu hjá Sólplasti í dag
Eins og ég sagði frá í gær áttu 4 bátar að vera í sviðsljósinu hjá Sólplasti í Sandgerði í dag og það gekk upp. Bátar þessir eru Raggi ÍS 319, Sæljómi BA 59 og Nafni HU 3, sem allir fóru frá Sólplasti þar sem verkinu við þá var búið. Diddi GK 56, kom fyrir nokkrum dögum á athafnarsvæði Sólplasts, og hófst vinna við hann í dag.
Þrjár myndasyrpur birtast vegna þessa, þ.e. tvær í kvöld og ein á morgun. Í kvöld kemur fyrst myndir af Didda, Nafna og Ragga og í síðari syrpunni er það Sæljómi. Á morgun birtist síðan önnur syrpa með Ragga, en sá bátur kom í upphafi febrúar sem skemmtibáturinn Vending, en fór í dag sem fiskibáturinn Raggi ÍS 319. Birtast því af honum tvær syrpur, sú í kvöld og hin annað kvöld. Í syrpunni í kvöld sjáum við hvernig báturinn leit út þegar hann kom sem skemmtibátur og síðan mynd af honum eins og hann þegar hann fór út frá Sólplasti í dag. Þá birtast myndir af honum teknar innanborðs og einnig mynd af eiganda bátsins ásamt föður sínum sem báturinn heitir nú eftir. Syrpan af Ragga sem birtist á morgun var tekin er eigandinn fór fyrir mig aukahring á Sandgerðishöfn, áður en hann sigldi til Hafnarfjarðar.

7427. Diddi GK 56

6901. Nafni HU 3

7641. Raggi ÍS 319

2050. Sæljómi BA 59
© myndir Emil Páll, í dag, 2. maí 2014
Þrjár myndasyrpur birtast vegna þessa, þ.e. tvær í kvöld og ein á morgun. Í kvöld kemur fyrst myndir af Didda, Nafna og Ragga og í síðari syrpunni er það Sæljómi. Á morgun birtist síðan önnur syrpa með Ragga, en sá bátur kom í upphafi febrúar sem skemmtibáturinn Vending, en fór í dag sem fiskibáturinn Raggi ÍS 319. Birtast því af honum tvær syrpur, sú í kvöld og hin annað kvöld. Í syrpunni í kvöld sjáum við hvernig báturinn leit út þegar hann kom sem skemmtibátur og síðan mynd af honum eins og hann þegar hann fór út frá Sólplasti í dag. Þá birtast myndir af honum teknar innanborðs og einnig mynd af eiganda bátsins ásamt föður sínum sem báturinn heitir nú eftir. Syrpan af Ragga sem birtist á morgun var tekin er eigandinn fór fyrir mig aukahring á Sandgerðishöfn, áður en hann sigldi til Hafnarfjarðar.

7427. Diddi GK 56

6901. Nafni HU 3

7641. Raggi ÍS 319

2050. Sæljómi BA 59
© myndir Emil Páll, í dag, 2. maí 2014
Skrifað af Emil Páli
