01.05.2014 09:10
Guðný ÍS 170, í viðgerð og lagfæringu hjá Sólplasti, fyrir Noregsferðina
Í gær fór Guðný ÍS 170 frá Bolungarvík, í síðustu sjóferðina hér innanlands, þ.e. til Njarðvíkur. Í Njarðvík verður báturinn tekinn upp í Gullvagninn og fluttur til Sandgerðis, þar sem Sólplast mun lagfæra og breyta einhverju áður en báturinn fer til nýrra heimkynna í Noregi. Eins og ég hef áður sagt frá hefur íslendingur í Noregi, keypt bátinn. Er þetta annar Sputnikbáturinn sem fer frá Bolungarvík til Suðurnesja á nokkrum dögum og báðir hafa þeir verið seldir þaðan og fóru báðir til Sandgerðis. Annar til Sólplasts, en hinn verður væntanlega gerður þaðan út .

2632. Guðný ÍS 170 ex Vilborg ex Eyrarberg, í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 1. maí 2014

2632. Guðný ÍS 170 ex Vilborg ex Eyrarberg, í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 1. maí 2014
Skrifað af Emil Páli
