30.04.2014 20:21
Jakob N-32-ME norskur bátur sem tengist Bíldudal
Hér koma tvær myndir af norskum báti, sem er alls ekki svo norskur í raun, þó hann sé í dag gerður út frá Noregi. Hann tengist hinsvegar Bíldudal þó nokkuð mikið. Þessi bátur var í vetur keyptur frá Íslandi og fluttur til Noregs þar sem hann hefur verið skráður Jakob N-32-ME. Eigandi bátsins í Noregi, er frá Bíldudal og tengist þar báti sem birtist hér á síðunni í dag, þ.e. Andra BA 101. Sá heitir Jón Páll Jakobsson. Að undanförnu hafa birtst hér margar myndir og frásagnir af báti þessum.


Jakob N-32-ME ex 2065. Már GK 98, kominn með norska fánann og nafnið Jakob © myndir Jón Páll Jakobsson, í Noregi, 27. april 2014


Jakob N-32-ME ex 2065. Már GK 98, kominn með norska fánann og nafnið Jakob © myndir Jón Páll Jakobsson, í Noregi, 27. april 2014
Skrifað af Emil Páli
