27.04.2014 21:07
Syrpa frá því er Jón & Margeir fluttu Már GK 98, síðustu ferðina hérlendis
Að undanförnu hefur verið nokkrum sinnum greint frá sögu Más GK 98, eða frá því að Jón Páll Jakobsson, keypti bátinn, í Grindavík og lét flytja hann til Noregs, þar sem hann hefur nú fengið nafnið Jakob N-32-ME, en frá því var sagt hér á síðunni fyrr í dag. Már, hét áður m.a. María ÁR 61 og Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60.
Hér kemur myndasyrpa sem sýnir er Jón & Margeir tóku bátinn á land í Grindavík og fluttu inn í Sundahöfn þar sem Skógafoss flutti hann til Noregs. Myndir þær sem nú birtast eru teknar er hann í raun kvaddi sinn gamla heimabæ, þ.e. Grindavík, því þessar myndir eru allar teknar þar.

2065. Már GK 98, kemur upp á bryggju í Grindavík, síðari hluta marsmánaðar sl., með hjá flutningaþjónustunnar Jón & Margeir


Báturinn settur á flutningavagn sem flutti hann í Sundahöfn





Hér er báturinn tilbúinn ferðarinnar

Þá er hafin síðasta ferð bátsins hérlendis, en hún endaði eins og fyrr segir inn í Sundahöfn þar sem hann var settur um borð í Skógafoss sem flutti hann til Noregs, þar sem hann hefur nú fengið nafnið Jakob N-32-ME © myndir Árni V. Margeirsson, í mars 2014
Hér kemur myndasyrpa sem sýnir er Jón & Margeir tóku bátinn á land í Grindavík og fluttu inn í Sundahöfn þar sem Skógafoss flutti hann til Noregs. Myndir þær sem nú birtast eru teknar er hann í raun kvaddi sinn gamla heimabæ, þ.e. Grindavík, því þessar myndir eru allar teknar þar.

2065. Már GK 98, kemur upp á bryggju í Grindavík, síðari hluta marsmánaðar sl., með hjá flutningaþjónustunnar Jón & Margeir


Báturinn settur á flutningavagn sem flutti hann í Sundahöfn





Hér er báturinn tilbúinn ferðarinnar

Þá er hafin síðasta ferð bátsins hérlendis, en hún endaði eins og fyrr segir inn í Sundahöfn þar sem hann var settur um borð í Skógafoss sem flutti hann til Noregs, þar sem hann hefur nú fengið nafnið Jakob N-32-ME © myndir Árni V. Margeirsson, í mars 2014
Skrifað af Emil Páli
