24.04.2014 21:00

Tveir útskrifast í næstu viku hjá Sólplasti: Vending, sem nú verður Raggi ÍS 319 og Sæljómi BA 59

Allt stefnir í það að í lok næstu viku ljúki breytingum og/eða viðgerðum á bátunum Vending sem var skemmtibátur er hann kom til Sólplasts og fer nú út sem fiskibáturinn Raggi ÍS 319, samkvæmt vefsíðu Fiskistofu og Sæjóma BA 59, sem var í tjónaviðgerð auk fleira m.a. var sett í hann astik fyrir markrílveiðarnar.

Vending eða Raggi ÍS kom til Sandgerðis 7. febrúar sl. og var þegar hafist handa við að stytta á honum húsið, setja í hann lest og margvíslegar aðrar breytingar sem gera þurfti til að breyta skemmtibátnum í fiskibát.

Sæljómi BA 59 kom til Njarðvíkur í lok mars sl. og var fluttur til Sólplasts með Gullvagni Skipasmíðastöðvar Njarðvikur, þann 1. apríl. Hófust strax viðgerðir s.s. að gera við tjón á honum og að auki var tíminn notaður til að mála hann allan og nú er verið að setja í hann astikrör, sem er tekið í gegn um kjölinn, eins og sést á myndunum. Astik í litlu bátanna hefur aukist með tilkomu makrílveiðanna og horfa menn bjartsýnum horfum á þær veiðar vegna aukninar á kvóta.


                              Starfsmaður Sólplasts, Markó við astikrörið á 2050. Sæljóma


                               Astikrörið komið, en enn á eftir að vinna meira við það


            7641. Vending, sem verður 7641. Raggi ÍS 319, en þegar báturinn verður sjósettur birti ég samanburðarmyndir sem sýna hvernig hann var þegar hann kom © myndir Emil Páll, í dag 24. apríl 2014