22.04.2014 21:00
7 myndir úr yfirstandandi veiðiferð Þerneyjar RE 1
Hér koma sjö af þeim 17 myndum sem ég hef þar með birt úr yfirstandandi veiðiferð skipsins á þessu ári. Hef ég tekið eftir því að áhugi fyrir þessum myndum fer minnkandi, enda ekki að furða þar sem myndir frá veiðum, öðrum skipum eða meðhöndlun á afla eða veiðarfærum fer minnkandi, t.d. eru aðeins 5 af þessum 17 myndum þannig myndir, en hinar eru langflestar teknar af mönnum í matsal eða eldhúsi. Hér koma þessar 7 myndir, en áður hef ég birt hinar 10 úr veiðiferðinni.

Krissi, aðstoðarmatsveinn búinn að leggja forréttina á borðið og allt klár hjá okkar
manni

Skipstjórinn Ægir Franzson mættur í hinn stólinn sem hann á um borð

Tengdasonur Siglufjarðar, Ívar Heimisson mættur í Páskasteikina

Strákarnir að koma beint úr kojunni í páskamatinn. Formaðurinn Hilmar Þór Hilmarsson, Jónas og Stefán Jakobsson

Strákarnir á stýrimannsvaktinni að taka trollið, á dögunum

Jónas að sinna reglubundnum þrifum á klefa sínum

Yfirvélstjórinn að rústberja og mála
© myndir skipverjar á 2203. Þerney RE 1, úr 3. veiðiferð skipsins á árinu 2014
