21.04.2014 20:30

Endaloks Baldurs, sem kom nýr til Stykkishólms 1966

Þessar vikurnar hefur staðið yfir niðurrif á gamla flóabátnum Baldri, sem kom nýsmíðaður frá Kópavogi, árið 1966 og var lengdur 1970. Tuttugu árum seinna var hann seldur og úr varð farþegaskipið Árnes og síðan endaði skipið sem Humarskipið, þ.e. fljótandi veitingahús, fyrst í Reykjavík og síðar á Akranesi. Endalok þessa 48 ára gamla skips fara nú fram í Hafnarfirði og birti ég hér myndir sem Sigurður Bergsveinsson tók hafa honum á þessu lokadögum hans.












            994. Humarskipið ex Árnes ex Baldur, í niðurrifi, í Hafnarfirði © myndir Sigurður Bergsveinsson, í apríl 2014

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Mér fannst þetta alla tíð svo ljótur bátur að ég gat aldrei hugsað með að fara með honum á milli bryggja.