20.04.2014 21:00
Smásíld í Garðsjó og Stakksfirði - laðar að sér súlur, hvali og hvalskoðunarskip
Síðan í haust hafa sjómenn orðið varir við smásíld af og til út af Garðskaga, inn í Garðsjó og í Stakksfirði. Enda hafa sést hvalir m.a. hnúfubakar af og til og þá mest út af Keflavík eða í Garðsjó. Í nýliðinni dymbilviku bættist súla við og var nokkuð um hana, sama má segja um síldartorfur.
Allan þennan tíma hafa hvalaskoðunarskip verið nokkuð tíð, enda hef ég náð að festa hnúfubaka á myndir allt frá áramótum a.m.k. þrisvar sinnum og í dag voru á tíma þrjú hvalaskoðunarskip samtímis í höfn í Keflavík og birtast nú myndir af þeim sem ég tók í dag. Á meðan ég var að mynda skipin sá ég hval út á ytri-höfninni í Keflavík, en náði ekki að taka mynd af honum, sá ég ekki heldur hvaða hvalategund það var, en skömmu áður höfðu hvalaskoðunarskipin nánast verið í einum hnapp rétt út af Keflavíkurhöfn.


1047. Elding, 2511. Hafsúlan og 2787. Andrea

1047. Elding

2511. Hafsúlan

2787. Andrea
Í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 20. apríl 2014
Allan þennan tíma hafa hvalaskoðunarskip verið nokkuð tíð, enda hef ég náð að festa hnúfubaka á myndir allt frá áramótum a.m.k. þrisvar sinnum og í dag voru á tíma þrjú hvalaskoðunarskip samtímis í höfn í Keflavík og birtast nú myndir af þeim sem ég tók í dag. Á meðan ég var að mynda skipin sá ég hval út á ytri-höfninni í Keflavík, en náði ekki að taka mynd af honum, sá ég ekki heldur hvaða hvalategund það var, en skömmu áður höfðu hvalaskoðunarskipin nánast verið í einum hnapp rétt út af Keflavíkurhöfn.


1047. Elding, 2511. Hafsúlan og 2787. Andrea

1047. Elding

2511. Hafsúlan

2787. Andrea
Í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 20. apríl 2014
Skrifað af Emil Páli
