17.04.2014 21:00

Addi afi GK 97, í Silfurvagninum, hjá Sólplasti, í dag

Oft hefur verið sagt frá Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hér á síðunni, sem eru gulur að lit. Sólplast hefur líka öflugan vagn, sem að vísu hefur enn ekki verið málaður en rætt hefur verið um að gera hann gráan, eða silfurlitaðann og er því farið að kalla hann Silfurvagninn.  Hér kemur syrpa þar sem Addi afi GK 97, er fluttur frá Sólplasti til Sandgerðishafnar í dag með ,,SILFURVAGNINUM", en það var Jón & Margeir í Grindavík sem sá um að koma bátnum á vagninum niður á höfn og síðan bátnum í sjóinn.


                        2106. Addi afi GK 97, læðist út úr húsi Sólplasts, í Sandgerði


                                               Báturinn kominn út í ,,Silfurvagninum", í dag


              Jón & Margeir, dregur 2106. Adda afa GK 97, á leiðis til hafnar í dag


                                     Hér er hersingin komin niður undir Sandgerðishöfn




                       Þá er báturinn kominn á þann stað sem hífa skal hann í sjóinn


               Þá er búið að hífa bátinn af vagninum og birjað að slaka honum í sjóinn


            2106. Addi Afi GK 97, kominn í sjó, í Sandgerðishöfn í dag og laus við lyftingarólarnar © myndir Emil Páll, 17. apríl 2014