16.04.2014 20:02
Jón Páll Jakobsson, um Má GK, bæinn Alsvag, brunnbát, eldi og hvalaskoðun
Eftirfarandi er af bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar, í dag:
Það var Alsvag en þar fékk ég pláss fyrir bátinn í smábátahöfninni þar yfir páskana og ég fór í frí heim. Nú bíðum við eftir að tekið verði fyrir erindi okkar varðandi skráninguna á bátnum.
Þ.e.a.s þetta leiðinda teikingamál.
Vonandi verður það allt orðið klárt eftir páska Svo við getum klárað þetta í einum grænum. Þetta er nánast eina sem eftir er.

2065. Már GK 98, í Alsvag
Svo er það bara Finnmörk að reyna veiða kvótann og fá einhvern pening inn á bátinn því ekki kemur inn á hann í smábátahöfninni í Alsvag. fyrst verð ég þó að fara á Polarfangst og reyna veiða einhverja þorska á honum og voanndi mun það ganga betur heldur en síðast. Í gær sendi ég línuspilið til Noregs svo þetta er allt að verða klárt.
Alsvag er ekki stór bær en þar er þó þrjú stór fyrirtæki og meiri segja matvöruverslun. Fyrir það fyrsta er þar stórt sláturhús fyrir lax.
Hér sjáum við sláturkvíar sem tengjast því fyrirtæki síðan eru þeir með gamlann brunnbát.

Brunnbáturinn
Síðan er þarna frauðplastkassaverksmiðja og stórt sérhæft verkstæði sem framleiðir hluti tengda olíuiðnaðinum já upp í Alsvag er þannig starfsemi ekki í Stavanger eða Bergen hvað ætli mönnum gangi til að hafa svona starfsemi á landsbyggðinni.
Í þessari upptalningu gleymdi ég auðvita að telja ferðaþjónustuna en frá Alsvag eru gerð út tvo hvalaskoðunarskip.
Þegar maður kemur í svona þorp eins og Alsvag fer maður ósjálfrátt að hugsa hvers vegna er þetta ekki hægt heima á Íslandi ég held að skýringin sé sú að samgöngur á Íslandi eru bara í aðra áttina.
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, í dymbilvikunni, 2014
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, í dymbilvikunni, 2014
Skrifað af Emil Páli
