13.04.2014 21:00

Syrpa frá 1982

Þessi skipasyrpa er nokkuð öðruvísi en aðrar sem ég hef birt hér. Ástæðan er að um er að ræða skannaðar myndir úr kynningarblaði sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum gaf út árið 1982 til að kynna Suðurnesin. Auk myndanna sem tengdust efni því sem fjallað var um, eða voru til að skreyta blaðið, eru þrjár myndanna úr auglýsingum og sést það m.a. á því að þær myndir eru ekki Suðurnesjatengdar. Þá læt ég koma fram í myndatexta undir viðkomandi myndum að þær séu úr auglýsingum og nefni þá frá hverjum.

Aðrar myndir kemur ekkert fram í myndatexta nema bátsnöfn og hvaðan myndirnar eru, en allar eru eins og fyrr segir myndirnar úr kynningarblaði sem út kom 1982


                   1614. Máni SK 90 © mynd úr auglýsingu frá Plastgerðinni, Kópavogi


             1631. Fálkinn NS 325 © mynd úr auglýsingu frá Bátalóni hf., Hafnarfirði


                             124. Gaukur GK 660 o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvikur


                                            1260. Ágúst RE 61 o.fl. í Höfnum


                                   6314. (B1314). Sómi HF 100 © auglýsing frá Útey hf.


                                     Löndun úr 1605. Haferni  GK 90, í Sandgerðishöfn


                                            1636. Farsæll GK 162 o.fl. í Grindavík


                                          145. Þorsteinn GK 16 o.fl. í Grindavík


                                          1260. Ágúst RE 61, Tumi o.fl. í Höfnum


         1217. Sóley KE 15, 1490. Arnarborg RE 27, 712. Kristján KE 15, 1501. Þórshamar GK 75 o.fl. í Sandgerði - © myndir úr Kynningarblaði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, 1982