12.04.2014 11:14
Teikningar frá Íslandi, ekki viðurkenndar í Noregi
Jón Páll Jakobsson, Noregi, 10. apríl 2014: Jæja þá erum við lausir úr slippnum og erum komnir á flot hérna Sörvagen liggjum við slipp kajann. Þetta var nú aðeins meira ferli heldur reiknað var með talað var um tvo daga en þeir urðu fjórir og aðeins meira gert, t.d þurfti að plasta á fleiri stöðum, það þurfti að öxuldraga eð hálfdraga sem sagt öxlinum var rennt aftur og skoðaður stýri var tekið og skoðað og svo voru botnlokar og gegnum tök skoðuð.

2065. Már GK 98, sem fá mun nafnið Jakob, við bryggju í Noregi
Hér liggjum við félagarnir og bíðum eftir framhaldinu þ.e.a.s fá skoðun kláraða en það er í hálfgerðum hnút, skoðunarstofan sem ég samdi við að skoða bátinn hefur ekki viljað viðurkenna neinar teikningar eða neina pappíra frá Íslandi bara sagt að báturinn verði að skoðast eins og nýr bátur og ég verði að láta teikna bátinn upp því með nýjum bát verða fylgja með nýjar teikingar, eins hafa þeir ekki góðkennt íslenskustöðugleikagögnin og vilja að bátuinn verði mældur upp á nýtt. Við erum alltaf að benda á að báturinn er byggður eftir svokölluðum Nordisk batstandard sem bæði Noregur og Ísland eru aðilar að svo vonandi blessast þetta nú allt. Og hægt verði að fara nota bátinn og fá einhverja innkomu inn á hann.
Kallmerkið komið en það verður að sjóðast varanlega helst á lestarlúgu. LG8293 er sem sagt kallmerkið © myndir og texti Jón Páll Jakobsson, Noregi, 10. apríl 2014

