12.04.2014 21:00
Margrét GK 16, að sigla út úr Sandgerði í dag
Hér kemur smá syrpa sem ég tók af þessum fallega báti er hann sigldi út úr Sandgerði í dag. Hvað hann var að gera eða hvert hann var að fara liggur ekki alveg ljóst, þar sem nú er eins og menn vita hryggningastopp. Þó heyrast þær fréttir að verið sé að nota bátinn í einhverjar auglýsingar, en samkvæmt AISinu var hann mest, nánast í norður af Sandgerði, en er þetta birtist var hann kominn upp undir Snæfellsnes. Hvað um það hér koma myndirnar sem ég tók af bátnum er hann sigldi út frá Sandgerði skömmu eftir hádegi í dag













1153. Margrét GK 16, siglir út frá Sandgerði, í dag © myndir Emil Páll, 12. apríl 2014
