10.04.2014 18:38
Tveir á land - framhald
Hér kemur smá syrpa til viðbótar þeirri sem ég birti áðan um þá báta sem hífðir voru í land í Sandgerði í dag. Raunar átti að hífa þrjá báta upp í Sandgerði, en á síðustu stundu var ákveðið að sá þriðji myndi sigla til Njarðvíkur og þar yrði hann tekinn upp í Gullvagninn. - Sá sem er á myndunum sem nú birtast er Diddi GK 56, hann var hífður upp af Jóni & Margeir og settur á vagn þar sem hann mun standa í á bryggju í Sandgerði meðan viðhald fer fram.



7427. Diddi GK 56, hífður á land í Sandgerði í dag



7427. Diddi GK 56, kominn í vagninn á hafnargarðinum í Sandgerði, í dag © myndir Emil Páll, 10. apríl 2014



7427. Diddi GK 56, hífður á land í Sandgerði í dag



7427. Diddi GK 56, kominn í vagninn á hafnargarðinum í Sandgerði, í dag © myndir Emil Páll, 10. apríl 2014
Skrifað af Emil Páli
