05.04.2014 12:18

Nafni HU 3 - ótrúlegt að báturinn hafi haffærisskírteini

Seinnipartinn í gær kom óvænt á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði báturinn Nafni HU 3, en eigandinn hafði áður haft orð á því að leki væri í síðustokki. Síðan þá hefur verið nokkur straumur sæfarenda að skoða bátinn, því annað eins útlit hefur vart sést á báti, hann er víða brotinn, auk annars sem af honum er. Raunar eru þeir sem skoðað hafa bátinn hissa á að hann skuli hafa haffærisskírteini, en hann hefur verið gerður út að undanförnu á fiskveiðar. Læt ég myndirnar sýna hluta að bátnum, en þær segja meira en fátækleg orð.


                                    6901. Nafni HU 3, í Sandgerðishöfn, í gær




            Báturinn á athafnarsvæði Sólplasts í morgun og á næstu myndum sést betur hluti af útliti hans. Þó má m.a. sjá að festingar á kenginum fremst á bátnum eru brotnar


                     Körin aftan á virðast vera notuð til að setja fiskinn í því engin er lestin


                        Á næstu mynd sést betur hvernig umhorfs er við stýrið og skrúfuna og á myndinni fyrir ofan sést að báturinn er raunar alveg opinn


                                 Stýrið vel vaxið af sjávardýrum og skrúfan skemmd


              Einn þeirra staða þar sem báturinn er brotinn © myndir Emil Páll, 4. og 5. apríl 2014