02.04.2014 07:00

Vestlandia sigldi niður innsiglingadufl, en lét ekki vita

Þegar flutningaskipið Vestlandia fór fulllestað frá Sandgerði 27. mars sl. sigldu þeir á ysta innsiglingaduflið utan við Sandgerði, með þeim afleiðinum að bólfesta duflsins slitnaði og það fór að reka til lands. Svo virðist vera sem skipverjar skipsins hafi ekki tekið eftir þessu, en aftur á móti voru menn í landi sem sáu er þetta gerðist.
Rak duflið í átt að Garðskaga og var með blikkandi ljósið allan tímann og er það nálgaðist Garðskaga komu menn úr Björgunarsveitinni Ægi, í Garði og náðu því á land. Í gær fór síðan Köfunarþjónusta Sigurðar með duflið út og kom því fyrir á réttan stað.



           Björgunarsveitarmenn úr Ægi, í Garði búinir að koma duflinu upp undir gamla Garðskagavita © mynd Baldvin Þór Bergþórsson, 28. mars 2014